Íma Fönn Hlynsdóttir, nemi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, er nýflutt heim frá Prag í litla stúdíóíbúð við Brautarholt. Skipulagið, staðsetningin og útsýnið yfir Esjuna og Sigvaldahús heillaði en Íma hefur fundið sína hillu í arkitektúr og innanhússhönnun. Króm, stál, leður og svört ítölsk húsgögn einkenna íbúðina þar sem áttundi og tíundi áratugurinn mætast.