Kjólar í haustlínum tískumerkjanna eru áberandi í búðunum. Þeir ná niður fyrir hné og eru í fallegum vetrarlitum eins og brúnum, grænum, vínrauðum og auðvitað svörtum en það eru líka líflegri litir eins og appelsínugulur og ljósblár. Já, ljósblái liturinn verður heitur í vetur. Við kíktum í búðir.