Í Þykkvabæ býr kraftmikið fólk sem unir sér vel í suðurlandssælunni. Ein þeirra er leirlistakonan og kartöflubóndinn Halldóra Hafsteinsdóttir sem bauð okkur að litast um í litla galleríinu, Gallerí Smákot, sem hún reisti ásamt manninum sínum þar sem náttúran og sagan leika lykilhlutverk.