Jólin og aðventan hjá Köru Guðmundsdóttur fer að miklu leyti í að undirbúa jólabrönsinn á Brút en hún starfar þar sem kokkur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð og segist stundum dragast inn í eldhúsið í jólaboðum – alveg óvart. Við fengum Köru til að segja okkur frá jólahefðum hennar og komumst að því að ný náttföt og konfekt finnst henni ómissandi á þessum tíma. Þá deilir hún með okkur frábærum uppskriftum að jólalegu waldorf-salati, bökuðum radísum og tómata-galette sem leikur við bragðlaukana.