Flestir Íslendingar elska lambakjöt enda ein af okkar fremstu og bestu afurðum þegar kemur að landbúnaðarvörum. Erlendir gestir hafa oft orð á hversu gott þetta kjöt er og margir segjast hreinlega aldrei hafa bragðað neitt þessu líkt. Nýverið stóð Íslenskt lambakjöt fyrir Ferskum dögum en þetta góða hráefni hefur ekki verið í boði ferskt áður á þessum árstíma og því um skemmtilega nýjung að ræða. Hátíðin Ferskir dagar var sett á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll og þangað komu góðir gestir.