Lesandi Vikunnar er Ingibjörg Iða Auðunardóttir. Ingibjörg er með meistaragráðu í almennri bókmenntafræði og vinnur sem textasmiður og bókagagnrýnandi í Kiljunni. Hún segist hafa lesið mikið síðan hún man eftir sér en að lesturinn hafi dalað smá á unglingsárunum. Hún er ævinlega þakklát menntaskólakennurum sínum í íslensku sem kveiktu aftur áhuga hennar á lestri og hvöttu hana til að læra íslensku og bókmenntafræði í háskólanum, ég á þeim fjölmargt að þakka, segir hún.