Hvern hefði grunað að það að geta staðið á einum fæti væri góður mælikvarði á almennt heilsufar. Rannsóknir sýna að það getur gefið góða hugmynd um hvernig ástand æða í heilanum er en einnig hversu hætt fólki er við að detta og meiða sig. Öllum er mikilvægt að viðhalda jafnvæginu eins lengi fram eftir ævi og þeir geta og gott jafnvægi er nauðsynlegt þeim sem stunda fjallgöngur, hjólreiðar, brettaíþróttir og skíði.