Verðandi foreldrar upplifa ýmislegt nýtt á meðan beðið er eftir að barnið komi í heiminn. Eitt af því er þessi sterka tilfinning að vilja hreiðra vel um sig. Hreiðurgerðin felur í sér löngun í að gera heimilið sem huggulegast þannig að njóta megi fyrstu stundanna með nýjum fjölskyldumeðlim til fullnustu. Þá er barnaherbergið sjálft örugglega það rými sem flest eru spenntust fyrir að nostra við.