Að sýna frumkvæði er ein leið til að sannfæra vinnuveitandann um að þú sért verðmætur starfskraftur. Með því að vinna verkefni upp á eigin spýtur, leitast við að innleiða nýungar og vinnuhagræði sýnir þú áhuga og skilning á starfinu. Rannsóknir sýna að frumkvæði helst gjarnan í hendur við aukna virðingu á vinnustað og framgang.