Ýmiss konar smitsjúkdómar hafa herjað á land og þjóð undanfarin misseri og blaðamaður hefur lagst í smá rannsóknarvinnu til þess að finna úrræði til að minnka smit á milli heimilismanna. Ef þú ert fjölskyldukona eins og blaðamaðurinn sem ritar, og mögulega með ung börn á heimilinu, þá getur það reynst ansi þreytandi þegar hver pestin stingur upp kollinum á eftir annarri, og leggst á hvern fjölskyldumeðliminn eftir annan.