Janúar er kominn og farinn, einnig febrúar, og einhvern vegin er mars á góðri leið með að þjóta framhjá. Ef þið eruð eitthvað eins og sú sem ritar þetta, þá gætuð þið hafa gert einhverjar tilraunir á nýju ári til að losa ykkur við óæskilega og óheilsusamlega siði, og reynt að taka upp á nýjum, hollum vönum (halló edrúar, ég er að tala um þig!) Að sama skapi, ef þið eruð eins og ég, þá hafa sumar af þessum tilraunir mistekist, og núna þegar mars fer að koma að lokum, er sófinn aftur orðinn besti vinur þinn, og rauðvínsflaskan á eldhúsborðinu er að blikka þig.
