Systkinarígur eða afbrýðisemi, eins og hann er oft kallaður, er algengur og erfiður. Í ljósi þess að tengsl milli systkina eru meðal fyrstu og lærdómsríkustu sambanda sem fólk myndar og oft þau sem vara lengst er mikilvægt að foreldrar hlúi að þeim og vinni gegn togstreitu og reyni að skapa væntumþykju og virðingu fremur en reiði og biturð.