Smekkur manna á bókmenntir er mjög misjafn og það sem heillar einn höfðar alls ekki til annars. Þær bækur eru kallaðar klassískar og snilldarverk sem lifa af sinn samtíma og virðast alltaf finna traustan lesendahóp. Við þekkjum öll titlana á þessum verkum og bókaunnendur leitast við að lesa sem flestar þeirra. En hvað gerir þær svona góðar?