Í barnalögum er fjallað um forsjá barns og hvað í henni felst. Barn á lögum samkvæmt rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja og er lögð áhersla á umönnunar- og verndarþátt foreldraskyldna. Forsjá barns felur bæði í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barnsins og ákveða búsetustað þess.