Flest okkar hafa líklega orðið vör við aukna samfélags-miðlanotkun barna og ungmenna og er það áhyggjuefni fyrir mörg. Við heyrum fréttir af því að hatursorðræða í garð minnihlutahópa grasseri á samfélagsmiðlum og klórum okkur í kollinum því við skiljum ekki hvar börnin og unglingarnir læra þessa hluti. Það gleymist oft að hlutverk okkar sem foreldra og uppalendur er að fylgjast með og aðstoða börnin okkar sem ekki hafa nægilegan þroska til að læra eðlilega hegðun á samfélagsmiðlum.