Hunangsflugur eru af ætt býflugna. Gamla, íslenska hunangsflugan kallast móhumla (Bombus jonellus). Húshumla (Bombus lucorum) hefur náð mikilli útbreiðslu og er lífsferill hennar mjög líkur lífsferli móhumlu. Garðhumla (Bombus hortorum) er síðan talin vera að láta undan í samkeppninni við húshumluna.