Í Garðabænum býr Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarkona í húsi sem Högna Sigurðardóttir teiknaði fyrir 60 árum síðan fyrir fjölskyldu hennar og Hafsteins Ingvarssonar tannlæknis en húsið er nefnt eftir honum. Högna og Hafsteinn voru systkinabörn uppalin í Vestmannaeyjum en Bakkaflötin er þekktasta verk Högnu og eitt af fáum einbýlishúsum sem hún teiknaði hér á landi. Framúrstefnuleg hönnun hússins verður einungis betri með árunum að sögn Ragnheiðar en brútalískur byggingarstíllinn nýtur sín einstaklega vel á grænni flötinni sem umvefur húsið.