Hnúðkál flokkast ekki undir rótargrænmeti. Hnúðurinn sem við borðum, eða kálhausinn, er hluti af stilknum en ekki rótinni. Stilkurinn getur verið grænn, hvítur eða fjólublár en kjötið er alltaf hvítt. Hnúðkálið er hálfsérkennilegt í útliti því topphluti stöngulsins myndar hnúð og standa blöðin upp af hnúðnum.