Hnoss er nýr og spennandi veitingastaður í Reykjavík en hann er staðsettur á fyrstu hæð í Hörpu. Hönnun staðarins hefur tekist einstaklega vel þar sem náðst hefur að skapa notalega og hlýja stemningu í rýminu. Matseðillinn er fjölbreyttur og er þar lögð rík áhersla á íslenskt hráefni. Nýlega stóð Hnoss fyrir skemmtilegum viðburði sem var haldinn í samstarfi við Kampavínsfjelagið þar sem veganréttir voru paraðir saman við Piper Heidsieck-kampavínið og getum við hjá Gestgjafanum staðfest að sú pörun kom skemmtilega á óvart. Við tókum Fanneyju Dóru, yfirmatreiðslumann á Hnossi, tali og fengum að fræðast um veitingastaðinn og þennan spennandi viðburð auk þess sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum.