Á haustin viljum við hafa notalegt og það má gera margt til þess. Stofan eða sjónvarpsherbergið er aðalvistarvera fólks og þar má hafa notalegan ilm, púða, ljós og fleira sem skapar hlýju. En aðalsamkomustaðurinn er samt þar sem við njótum matar og spjöllum.