Í hlaðvarpinu Bragðheimar fjalla þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir um mat og matargerð í sem víðustum skilningi. Þættirnir eru léttir og skemmtilegir og kveikja svo sannarlega á bragðlaukunum þannig að það er tilvalið að skella þeim á í eldhúsinu yfir matargerðinni. Þetta er hlaðvarpið fyrir sælkerann, meðaljóninn og sjoppuna; sem sagt okkur öll! Ekki satt?