Ég varð fyrst vitni að ótrúlegri samtryggingu karla og umburðarlyndi þeirra gagnvart hegðun hver annars þegar ég vann á hóteli í heimabæ mínum nýorðin tvítug. Í atvinnulífinu sá ég svo ansi margt bæði ósanngjarnt og ljótt og síðast upplifði ég algjöran trúnaðarbrest í vinahóp mínum þegar karlarnir tóku sig saman og lugu fyrir félaga sinn.