Snjókúlur eða vatnshnettir eru vinsælt jólaskraut. Hvolflaga gler er fest á stöpul og inni í því er einhver fígúra eða falleg sena, hvít snjókorn liggja á botninum en þegar kúlan er hrist þyrlast þau upp og það snjóar innan í hvolfinu. Þetta er heillandi og var einkar nýstárlegt þegar kúlurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið um aldamótin 1900.