Á síðustu öld breyttust viðhorf manna til heilsu gríðarlega mikið. Að sumu leyti kom þetta til sem viðbragð við lífsstílssjúkdómum og hækkandi aldri mannkyns. Slagorðið góð heilsa í þínum höndum alla ævi, lýsir þessu vel. Hreyfing, mataræði og jafnvægi milli vinnu og frjáls tíma urðu lykilorð. Svo flæktust málin og fæðubótarefni, hvíld, hugarró, ræktun tengsla og fleira og fleira fóru að spila inn í og að lokum varð heilsuræktin enn einn streituvaldurinn. En hvað er nóg og hvenær er allt gert?