Hjónin Margrét María Leifsdóttir, verkfræðingur hjá Veitum, og Guðmundur Pálsson, þáttastjórnandi Samfélagsins
á RÚV og meðlimur hljómsveitarinnar Baggalúts, eru með eindæmum fjölhæf og hafa unun af því að rækta garðinn sinn. Það leynir sér ekki að sköpunin tengir þau saman og fjölskyldan fær útrás fyrir hana í gegnum ævintýralegan garðinn sem er sveipaður hlýju, natni og litadýrð hvert
sem litið er.