Hlustandi vikunnar er að þessu sinni tónlistarkonan og -kennarinn Hildur Vala sem hefur starfað við tónlist í næstum tvo áratugi. Framundan hjá henni í desember eru jólatónleikarnir Jól og Næs sem fara fram þann 20. desember í Salnum í Kópavogi. Jól og Næs flokkinn skipa ásamt henni þau Ragnhildur Gísladóttir, Jónas Sigurðsson, Jón Ólafsson og Ingibjörg Turchi. Ætla þau sér að skemmta áhorfendum, líkt og þau hafa gert síðustu ár, með uppáhalds jólalögunum, sem koma úr ólíklegustu áttum. Í tilefni hátíðanna fengum við Hildi til að svara nokkrum spurningum með jólaívafi.