Húsið að Grundarstíg 10 í Reykjavík, sem nú nefnist Hannesarholt, er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Það var síðasta heimili Hannesar Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrans, það er meðal fyrstu steinsteyptu húsanna í Reykjavík og þar hefur verið rekið menningarsetur, öllum opið, í nær áratug.