Skartgripahönnuðurinn Lilja Björk Guðmundsdóttir lærði í Kaupmannahöfn en hefur nú komið sér upp vinnustofu í Reykjavík þar sem hún smíðar einstaka, handgerða gripi innblásna af íslenskri náttúru. Lilja leggur mikið upp úr sjálfbærni og notar endurunnið silfur við hönnun skartsins sem og endurunnar pakkningar. Þá býður Lilja Björk einnig upp á gullhúðun eldri silfurskartgripa til að gæða þá nýju lífi.