Fyrr í sumar var nýr og skemmtilegur staður opnaður í Urriðaholti í Garðabæ sem heitir Dæinn en um kaffihús og vínbar er að ræða þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á góðan mat og drykki í notalegu umhverfi. Kaffi og léttir réttir í hollari kantinum eru í aðalhlutverki á daginn á meðan gæðavín, kokteilar og smáréttir eru í fókus seinni partinn.
