Sigurjóna Björgvinsdóttir á sér þá hefð fyrir jólin að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu. Hún byrjaði að baka á unglingsaldri og gefur lesendum Vikunnar uppskrift að hraunkossum sem áður voru hafrakossar. Sigurjóna breytti uppskriftinni í stíl við eldgosið í Fagradalsfjalli og segir upplagt að drekka gos með kossunum, svo sem Egils malt og appelsín.