Ef menn leiða hugann að því er merkilegt hversu margir virtir fagmenn leita sér útrásar í listsköpun. Íslenskir læknar, verkfræðingar, viðskiptamógúlar og lögfræðingar semja tónlist eða flytja hana, mála eða skrifa. Rannveig Borg Sigurðardóttir lögfræðingur kvað sér hljóðs á síðasta ári á ritvellinum með bókinni Fíkn og nú er væntanleg önnur skáldsaga frá henni, Tálsýn.