Guðlaug Pétursdóttir er feng shui-ráðgjafi og heilsu- og lífsfærniráðgjafi sem hefur samtvinnað þessa þekkingu í rýmishönnun með ásetningi þar sem unnið er með að bæta flæði í umhverfi fólks sem skapar vellíðan. Feng shuifræðin eiga rætur að rekja til Kína og eru í nánu sambandi við frumefnin. Þar tákna til að mynda ferningar jörðina, rétthyrningar við, þríhyrningar eld og hringir og sporöskjulaga form málm. En fræðin leita að jafnvægi.