Gómsætar veitingar reiddar fram á glæsilegum leirlistaverkum
Umsjón: Ritstjórn
Myndir: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Glatt var á hjalla þegar meðlimir Leirlistafélags Íslands komu saman á vinnustofu leirlistamannsins Bjarna Viðars Sigurðarsonar í Hafnarfirði og gæddu sér á ljúffengum kræsingum. Hver og einn leirlistamaður kom með einn rétt á hlaðborðið og auðvitað var maturinn reiddur fram á fallegum leirverkum eftir listamennina. Gestgjafinn fékk að vera með í þessu skemmtilega teiti og smakka á því góðgæti sem var á boðstólnum. Að sjálfsögðu fengum við svo listamennina til að deila uppskriftunum með lesendum og er óhætt að segja að hérna ættu allir sælkerar að finna eitthvað við sitt hæfi.
