Besta venjan til að byrja á að laga og sú sem skilar okkur mestu til baka er svefninn. Margir sofa of lítið, fara of seint að sofa, sofa illa en lítill og lélegur svefn hefur áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega. Fjölmargir glíma við svefntruflanir einu sinni eða oftar um ævina.