Að ganga inn á nýjan vinnustað er í senn streituvaldandi og gleðilegt. Oft erum við full væntinga um að hér mæti okkur betra viðhorf en á gamla vinnustaðnum en stundum líka kvíðafull því við vitum ekki hvað mætir okkur. Oftast erum við velkomin en alls ekki alltaf. En hvað er góður samstarfsmaður og hvað getum við gert til að vera slíkur?