Þau sem ekki hafa séð sýninguna Góðan daginn, faggi, eru hvött til að drífa sig í Kjallarann í Þjóðleikhúsinu og hlusta á Bjarna Snæbjörnsson flytja þennan vandaða einleik. Þetta er sjálfsævisögulegt verk í söngleikjaformi og Bjarni gerir þetta frábærlega vel. Hann er einlægur, fyndinn, einarður og stórskemmtilegur. Tónlist Axels Inga Axelssonar hentar verkinu vel og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstýrir af skilningi og næmni.