Veitingastaðurinn Monkeys var opnaður í lok sumar í glæsilegu húsnæði við Klapparstíg. Staðurinn er skemmtilega innréttaður, hlýlegur og litríkur. Smáréttir eru í forgrunni á matseðlinum og innblásturinn kemur úr svokallaðri nikkei-matargerð þar sem japanskir og perúskir straumar mætast. Við tókum þá Snorra Sigfússon yfirkokk, Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóra og Sigurð Borgar yfirþjón, tali og spurðum þá út í hugmyndina á bak við Monkeys.