Glimmerfatnaður er eitthvað sem við tengjum vanalega við jól og áramót eða árshátíðir. En það er aldeilis ekki eini tíminn til að lífga upp á hlutina. Glimmerfatnaður er tískutrend í sumar, enda fátt jafnfallegt í sólinni þegar húðin hefur tekið lit, hvort sem hann er frá brúnkukremi eða sjálfri sólinni. Við fundum nokkur falleg glimmerföt til að spóka sig í nú í sumar.