Fyrir nokkru kom út ljóðabókin Blástjarna efans eftir ljóðskáldið Valdimar Tómasson. Sem fyrr kennir þar ýmissa grasa, enda mannleg tilvist fjölbreytileg. Hann tekur fyrir neysluhyggju og tómhyggju nútímans og skeytir hann því við og vísar í rit sem flestir þekkja ýmist vel eða illa: Biblíuna. Koma við sögu ástir og örlög, stríð og friður.