Blómið gleym-mér-ei er tengt rómantík í hugum Íslendinga. Þeir báru það í jakkaboðungum eða í peysum – gjarnan til marks um ást sína á einhverjum eða sendu það elskunni sinni þurrkað inni
í ljóðabók. Nú eru aðrir tímar og fólk
sýnir ást sína með misstórum hjörtum á Facebook – blómið gleym-mér-ei er gleymt. Lifir nú helst í minningum hinna eldri og
í skáldsögum og ljóðum. Ef ungt fólk í dag væri spurt um blómið gleym-mér-ei væri ekki ólíklegt að sumt af því þætti tækt í minnispróf – svo fjarlægt er það orðið í hvunndeginum.