Við viljum öll búa í réttlátu samfélagi, eiga þátt í að búa þannig um hnútana að öllum þegnum geti geti liðið vel og þeir hafi jöfn tækifæri til að skapa sér vellíðan og hamingju. Þannig er það ekki og mannfólkið er gjarnt á að setja ábyrgðina af vondri stöðu á þá einstaklinga sem þar eru staddir. Málið er aldrei svo einfalt. Það veit Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi vel. Hún skrifaði nýlega sögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen en hún naut aðstoðar félagsmálayfirvalda í áratugi.