Birgitta Birgisdóttir ætlaði aldrei að verða leikkona en leiklistargyðjan beið róleg síns vitjunartíma. Birgitta leikur Ástu Sigurðardóttur í samnefndu verki og hefur fengið afar góða dóma. Ásta er henni hugleikin og hún segir að það sé enginn millivegur til við að fara í fötin hennar, hlutverkið krefjist blóðs, svita og tára. Hún segist finna samhljóm í listakonunni og segist eiga sitt samband við hana, þessa konu sem var hötuð og dáð í senn og goðsögn í lifanda lífi. Saga Ástu eigi erindi við okkur á ýmsan hátt.