„Kvíði er heilbrigt viðbragð sem hefur stuðlað að afkomu okkur í áranna rás og er ætlað að halda okkur á lífi. Kvíðinn er verndandi tilfinning sem bætir frammistöðu okkar upp að vissu marki, annars myndi maður örugglega aldrei mæta á réttum tíma í vinnu, eða gæti sofnað í prófi. Þannig að kvíði er tilfinning sem við viljum hafa upp að vissu marki, en ekki of sterka af því þá er hún óþægileg.“