„Ef ég veit að það sem virkar fyrir mig er að gefa mig elskhuga mínum á vald, í afmörkuðu samhengi, fullkomnu trausti og með fyrir fram umsömdum mörkum, þá er ekkert „andfemínískt“ við það.“ Þetta segir Margrét Nilsdóttir sem kveður að sárt sé að sitja undir gagnrýni á BDSM-samfélagið á Íslandi, sérstaklega frá fólki sem er að öðru leyti ágætlega upplýst og gefur sig út fyrir að vera opið og fordómalaust. Hún segir að sem betur fer hafi þó staðan skánað síðustu ár og er bjartsýn á framhaldið.