Kristín Guðmundsdóttir (1923–2016) var fyrsti menntaði híbýlafræðingur landsins og innanhússarkitektinn. Kristín var konan sem ruddi brautina þegar hún sigldi árið 1943 með Brúarfossi til New York og fór með lest til Chicago þar sem hún hóf nám í innanhússarkitektúr og hönnun við Northwestern University.