Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Framtíð tískunnar er í hringrásinni

spjara

SPJARA er fataleiga og vettvangur þar sem tíska og sjálfbærni haldast í hendur. Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir stofnuðu SPJARA þegar þær hittust í Spjaraþoni Umhverfisstofnunar fyrir nokkrum árum. Spjarasafnið hefur að geyma fjölbreytt úrval af fallegum og eftirtektarverðum flíkum en Sigga og Kristín leggja áherslu á gæði og sígilda hönnun framar tískubylgjum. Þá velja þær aðallega flíkur frá skandinavískum framleiðendum. SPJARA er lausn fyrir þá sem vilja aukið fataval á umhverfisvænan máta.  

,,Að leigja er skemmtileg leið til að draga úr ofneyslu. Með árunum hefur verið gífurleg aukning í magni af fötum sem fólk kaupir og um leið minni nýting á hverri flík. Sérstaklega sjáum við þetta með flíkur sambærilegar þeim sem við leigjum út, sparifötin sem oft hanga nánast óhreyfð í fataskápnum,” segir Sigga og bætir við að margir glími við þá löngun að vilja klæðast einhverju nýju fyrir sérstök tilefni en SPJARA býður einnig upp á þá góðu tilfinningu sem fylgir því að klæðast fallegri og vandaðri flík.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.