Nógu léttur fatnaður og góðir skór, helst opnir er nauðsynlegur búnaður í sólarfríið. Okkur líður vel í léttum efnum eins og hör, silki, siffoni og bómull en munum að hitinn er töluverður og norðurevrópskur sumarfatnaður er oft of heitur ef ferðinni er heitið til suðlægari landa í yfir sumartímann. Við kíktum í búðir.