Miklu máli skiptir að vera við öllu búinn þegar við ferðumst innanlands og þá þarf að passa að vera með fatnað í sól, hita, kulda, vindi og rigningu því á Íslandi er jú allra veðra von. Fátt jafnast á við að fara um landið í góðu veðri en hvort sem það er gott eða sæmilegt þá er alltaf frábært að fara um okkar fallega land.