Það skiptir miklu máli hvernig konur farða sig. Þegar við erum komnar á besta aldur þurfum við að spá í hvað húðin þarf, hversu mikla þekju, þykkt o.fl. Ef farðinn á að sitja vel er gott að nota farðagrunn. Aðalatriðið er meikið, það má ekki vera of þykkt, það þarf að vera þunnfljótandi, gefa þekju eða vera þannig að hægt sé að hægt að byggja það upp. Einnig verðum við að gæta að augnförðuninni, við mælum ekki með of mikilli augnförðun, frekar einum lit ef hann er áberandi og svo pallettu í náttúrulegum litum, þeir litir eiga alltaf við. Sama gildir um kinnar, ekki hafa of áberandi kinnalit og að hafa hann örlítið kremaðan eða fínkornóttan er fallegt og gefur náttúrulegt útlit. Ef sterkur varalitur er notaður, passið þá að augnmálningin sé látlaus. Við tókum saman vörur sem eru bæði góðar og á vægu verði.