Skólasystir mín úr menntaskóla varð góð vinkona mín og eftir að hún kynntist manninum sínum fékk ég hann í kaupbæti sem vin. Vandað afbragðsfólk, það eru orðin sem ég hefði notað yfir þau ef ég hefði þurft að lýsa þeim. En svo heyrði ég sögu um þau sem ég átti erfitt með að trúa.